Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Ritstjóri

  vally

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og  ritstjóri vefsíðunnar stjuptengsl.is og formaður Félags stjúpfjölskyldna

 Valgerður er eigandi og stýrir starfseminni. Hún er með BA próf í stjórnmálafræði, kennslu – og uppeldisfræði til kennsluréttinda, starfsréttindapróf í félagsráðgjöf og MA próf í félagsráðgjöf. Jafnframt hefur hún lokið námi í sáttamiðlun og situr í stjórn Sáttar. Auk þes hefur hún tekið margvísleg námskeið tengd kennslu og félagsráðgjöf.

Hún hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast  stjúptengslum, foreldrasamvinnu, og umgengni eftir skilnað  m.a. fyrir skóla, foreldrafélög, félagasamtök, kirkjuna. Ýmsir aðilar hafa sótt erindin eins og kennarar leikskólakennarar,  lækna, þroskaþjálfa náms- og starfsráðgjafa, félagsráðgjafar, sálfræðingar, prestar, lögfræðingar  og aðra aðilar sem vinna með fjölskyldum á einn eða annan hátt í starfi sínu.

Aðjúnkt við félagsráðgjafadeild HÍ . Mótaði og kennir námskeiðið Stjúptengsl: skilnaður og endurgerð fjölskyldusamskipta.  Nemendur úr mörgum deildum háskólans hafa sótt námskeiðið s.s. nemar í félagsráðgjöf, hjúkrun, guðfræði, lögfræði, uppeldisfræði, heimspeki, kennslufræði  https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=70018120110

 Hún hefur þrívegis verið tilnefnd sem Félagsráðgjafi ársins og hlaut hún titiliinn árið 2013. Hún hefur fengið viðurkenningu frá Heimili og skóla og tilnefnd í flokknum "Gegn fordómum" Samfélagsverðlauna  Fréttablaðsins.

Hún er höfundur bókarinnar "Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl" sem kom út hjá Forlaginu haustið 2012

Formaður Félags stjúpfjölskyldna frá stofnun
Situr í Velferðarvakt Velferðarráðuneytisins fyrir hönd Bandalags háskólamanna http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/ 

Virk starfsendurhæfing – býður upp á ráðgjöf og stuðning m.a. við kennarar á öllum skólastigum. Valgerður er  á lista þeirra ráðgjafa sem Virk vísar á í ráðgjöf– setja link á bakvið www.virk.is

Valgerður hefur tekið að sér að sjá um útteki á kennslu og verkefni fyrir félagsþjónustu  sveitarfélaga og barnaverndarnefnd

 Fyrri störf

Framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands

Framhaldsskólakennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Kennslugreinar: Félagsfræði, stjórnmálafræði  og siðfræði
Kennari í sumarskóla FB, í Sumarskólanum og Hraðbraut.
Skólafélagsráðgjafi  og kennari í Menntaskólanum við Sund, Setbergsskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Sá um um fjölskyldusíðu DV  og siðan pistlahöfundur á Fréttatímanum