Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Eldri fréttir

31. maí  2009 Íslenskar stjúpfjölskyldur
Barnaverndarstofa hefur boðið formanni Félags stjúpfjölskyldna  að vera meða á norrænni barnaverndarráðstefnu í Bergen í Noregi dagana 9.-11. september nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Umsjá á forsendum barnsins - Réttindi barns og þroskaskilyrði í nýjum aðstæðum".  Mun formaður kynna þá þróun sem hefur verið hér á landi í málefnum stjúpfjölskylduna.
Frekari upplýsingar er að finna á slóðinni:  http://www.barnevernsambandet.no/NBK2009/nbk2009_index.htm

25. maí  2009 Stjúpfjölskyldur - nýr áfangi í Háskóla Íslands
Óhætt er að fullyrða að sýnileiki stjúpfjölskyldna hafi aukist hér á landi á undanförnum árum og er 2009 þar engin unandtekning. Í fyrsta sinn er kenndur hér á landi áfangi sem eingöngu er helgaður stjúpfjölskyldum. Ber hann heitið: Stjúpfjölskyldur, endurgerð fjölskyldusamskipta og er kenndur við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Tæplega 60 nemendur úr 14 greinum eru nú skráðir í sumarskóla Háskóla Íslands og um 50 nemendur í haust. Óhætt er að segja að áhuginn er mikill og er það fagnaðarefni. Kennari er Valgerður Halldórsdóttir.

24. apríl  2009 Skýrsla um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðim -

Í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á 134. löggjafarþingi, skipaði félagsmálaráðherra þann 9. nóvember 2007 nefnd til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. . Nefndinni var jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og aðstæður þeirra. Skyldi meginverkefni nefndarinnar vera að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa foreldra og stöðu þeirra, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða. Nefndin skilaði lokaskýrslu þann 24. apríl sl. og óhætt er að segja að um mikilvæg tímamót eru að ræða í málefnum stjúpfjölskyldna á Íslandi - stjúpfjölskyldur eru orðnar sýnilegar í opinberum gögnum.
Margar áhugaverðar tillögur eru þar að finna s.s. um aukna fræðslu fyrir stjúpfjölskyldur, að afnema skuli sjáflvirka forsjá stjúpforeldra og um heimild dómara til að dæma sameginlega forsjá sé foreldrar taldir jafnhæfir. Sjá meira hér á þessari slóð:


22. desember 2008
Þóra Tómasdóttir sjónvarpskona ræddi við Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson eiga samtals sex börn og stjúpbörn i Kastljósi þann 22.12.  Þau sögðu okkur frá því hvernig þeim gengur að skipuleggja sitt jólahald í Kastljósi 22.12.068. En byrjað var á Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa. Sjá viðtalið hér: 


18. desember 2008
Íris Hrund Þórarinsdóttir  blaðamaður Vikunnar ræddi við Valgerði Halldórsdóttur um Jól í stjúpfjölskyldum. Greinin ber heitið "Ný jól, ný stjúpfjölskylda,,,?"  .
4. desember 2008
Málþing var haldið í Vídalínskirku um margvísleg málefni er varða fjölskylduna. Fjallaði formaður FÍ um skilnað og börn. En mikilvægt er að hafa í huga að börn telja ekki daga og  mínútur þegar kemur að samskiptum við foreldra sína,  þau vilja frið. Þeim er það flestum mikilvægara að þau geti farið á milli heimila sinna í friði og sátt, en hvort þau eru 5 eða 7 daga. Aðir gestir fjölluðu um alkóhólisma í fjölskyldum, fátækt og kynferðislega misnotkun. En mæðrafélga barna sem hafa verið misnotuð stóðu m.a. að þessu málingi.

 13. nóvember 2008
Björk Eiðsdóttir blaðamaður Vikunnar ræddi við Valgerði Halldórsdóttur um fjármála í stjúpfjölskyldum. Greinin ber heitið "Hver á að borga brúsann?"  Oft skortir umræðu um hver eigi að borga hvað og hver erfir hvern. En mikilvægt er að slík umræða fari fram og sátt sé um málið.

 
30. október 2008
Aðalfundur Félags stjúpfjölskyldna var haldinn í Borgartúni 6. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og mun hún verð birt á vefnum innan skamms. Í henni kom fram að málefni stjúpfjölskyldna hafa fengið verulega athygli á árinu og tilnefnd til ýmisskonar viðurkenninga:
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Félagsráðgjafi ársins fyrir frumkvöðlastarf á sviði stjúpfjölskyldna
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins - í flokknum barátta gegn fordómum
Félagið er mjög ánægt með þá auknu athyglisem málefni stjúpfjölskyldna hafa  fengið á árinu.

 
9. október 2008
Valgerður Halldórsdóttir var með kynningu fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins á kvöldfundi þeirra í október. Mikið og metnaðarfullt starf er unnið af sjálfboðaliðum.

 
12. september 2008
Á nýju menntaþingi menntamálaráðherra þar sem kynnt voru nýju leik-, grunn - og framhaldsskóla fjallað flutti formaður Fsf erindi undir heitinu "Má pabbi ekki vita?" Upplýsingagjöf til "sumra" foreldra. Upplýsingagjöf til foreldra og stjúpforeldra er með afar misjöfnum hætti milli sveitarfélaga og skóla.
Björk Eiðsdóttir blaðamaður Vikunnar ræddi við Valgerði Halldórsdóttur um fjármála í stjúpfjölskyldum. Greinin ber heitið "Hver á að borga brúsann?"  Oft skortir umræðu um hver eigi að borga hvað og hver erfir hvern. En mikilvægt er að slík umræða fari fram og sátt sé um málið.
 

Vor  2008
Foreldrafélag Vatnsendaskóla var með kynningu á sérstöðu stjúpfjölskyldunnar.
 

mars  2008
Umfjöllun Þóru Tómasdóttur fréttamanns um málefni stjúpfjölskyldna  í Kastljósi var einstaklega vel unnin.. Rætt var við formann FSF, unga konu sem lýsti á einstaklega áhugaverðan hátt hvernig hún náði tengslum við stjúpföður sinn sem í upphafi voru henni mjög erfið og ung hjón þar sem eiginmaðurinn á tvær dætur af fyrra sambandi í upphafi sambands.
 

22. febrúar 2008
Málþingið  sem bar yfirskriftina "Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna" var haldið að frumkvæði Félags stjúpfjölskyldna og Félagsráðgjafafélags Íslands í samstarfi Heimili og skóla, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskyldunefnd, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykajvík, kirkjuna, Samtökin 78. Var þingið vel sótt og skráðu sig rúmlega 100 manns. Áhugavert að að sjá hvaðan málþingsgestir komu  fagmenn úr heilbrigðisgeiranum, tómstunda- og æskulýðsgeiranum og skólageiranum, nemendur Hí og HR, fólk af götunni, prestar og fólk á öllum aldri og báðum kynjum.
 

21. febrúar 2008
Síðdegisútvarpið ræddi við Júlíu Sæmundsdóttur félagsráðgjafanema og Pál Ólafsson félagsráðgjafa og formann Félagsráðgjafafélags Íslands. Júlía eignaðist stjúpföður 4 ára en hafði lítið samskipti við föður sinn í æsku. Upplifði hún erfiðleika að blanda þessum tveimur heimum, og hollustuklemmu gagnvart föður og stjúpföður. Páll á börn á tveimur heimilum og upplifði hann ósigur þegar hann  gekk í gegnum skilnað sem hann hafði aldrei að láta henda sín börn.  Jafnframt greinir hann frá því hvernig hann sinnti verkum á tveimur heimilum til að byrja með og hafði seinni eiginkonan haft skoðun á því og gert við það athugasemdir. Viðtalið má heyra á slóðinni  . http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372618 er það undir lokin.
 

20. febrúar 2008
Leifur  Hauksson útvarpsmaður ræddi við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa og formann Félags stjúpfjölskyldna og Pál  Ólafsson félagsráðgjafa og formann Félagsráðgjafafélags íslands í þættinum Samfélagið í nærmynd m.a. um stöðu feðra með börn á tveimur heimilinum og mikilvægi þess að börn eigi tengslanet. Jafnframt var rætt um mikilvægi þess að fá fræðslu fyrir foreldra og stjúpforeldra.  Hér er hægt að hlutsta á viðtalið sem flutt var í þættinum 20 febrúar 2008
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4382775/4
8. febrúar 2008
Málþing sem ber yfirskriftina "Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna" verður haldið að frumkvæði Félags stjúpfjölskyldna og Félagsráðgjafafélags Íslands í samstarfi Heimili og skóla, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskyldunefnd, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykajvík, kirkjuna, Samtökin 78. Þingið verður í Öskju, HÍ þann 22. febrúar nk. kl. 14.00- 18.00.
 

6. febrúar 2008
Baugur veitti formanni Félags stjúpfjölskyldna og ritstjóra, Valgerði Halldórsdóttir, styrk til verkefnisins "Í Matador með Lúdóreglum". Ætlunin er að nota styrkinn til bókaskrifa um málefni stjúpfjölskyldna og námsgagnagerðar. Styrkurinn er mikilvæg  viðurkenning á þeirri þörf sem er fyrir fræðslu og þekkingu meðal almennings og fagfólks um málefni stjúpfjölskyldna.
 

20. janúar 2008
Gaman er að greina frá þeim aukna áhuga sem ritstjóri finnur meðal háskólanema bæði í HÍ og HA  að skrifa BA-verkefni um málefni tengd stjúpfjölskyldum. Ætla má að miklar breytingar verða á næstu árum hvað varðar umræðu og þekkingu á málaflokknum.
 

7. janúar 2008
Valgerður Halldórsdóttir flutti erindi hjá kvennaklúbbnum "Ladies - circle" á veitingastaðnum Carpe diem nú í janúar um helstu verkefni stjúpfjölskyldna. Áhugaverðar umræður sköpuðust í kjölfarið. Kennari nokkur benti m.a. á hvernig þau flóknu tengsl sem einkennt geta stjúpfjölskyldur birtist í samskiptum við innflytjendur, þar sem skilnaður á sér stað og nýi makinn er íslenskur. Stjúpforeldrið fær þá oft það hlutverk að vera sá aðili sem miðlar upplýsingum til foreldra frá skóla.
 

12. nóvember 2007
Þau tímamót urðu í málefnum stjúpfjölskyldna nú í nóvember að gert er ráð fyrir málefnum stjúpfjölskyldna í opinberri stefnumótun. Formaður Félags stjúpfjölskyldna á sæti í  nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem ber heitið "Nefnd um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og barna þeirra"
Félagsmálaráðherra hefur í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á 134. löggjafarþingi, skipað nefnd er fjalli um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni verður jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og foreldra með sameiginlegt forræði utan sambúðar og aðstæður þeirra.
Meginverkefni nefndarinnar verður að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu þessara foreldrahópa, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða.
Greinargerð og tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. júní 2008.
Í nefndinni eiga sæti:
Ágúst Ólafur Ágústsson, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður,
Dögg Pálsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra,
Jóhanna Gunnarsdóttir, tiln. af dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
Helga Þórisdóttir, tiln. af menntamálaráðuneyti, Guðni Olgeirsson til vara,
Sigríður Jónsdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Ellý A. Þorsteinsdóttir til vara,
Sigrún Júlíusdóttir, tiln. af Háskóla Íslands, Jóhanna R. Arnardóttir til vara,
Björk Vilhelmsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ellý Erlingsdóttir til vara,
Páll Ólafsson, tiln. af Félagsráðgjafafélagi Íslands, Þorsteinn S.Sveinsson til vara,
Sjöfn Þórðardóttir, tiln. af Heimili og skóla, Helga Margrét Guðmundsdóttir til vara,
Laufey Ólafsdóttir, tiln. af Félagi einstæðra foreldra, Katrín Theodórsdóttir til vara,
Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af Félagi stjúpfjölskyldna, Marín Jónasdóttir til vara,
Lúðvík Börkur Jónsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti, Heimir Hilmarsson til vara.
Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri félagsmálasviðs Hagstofunnar, verður tengiliður Hagstofunnar við nefndina varðandi gagnaöflun og úrbætur í gagnavinnslu. Sérfræðingar félagsmálaráðuneytisins munu starfa með nefndinni.
 

18. - 19. október 2007
Dagana 18. og 19. október var haldið árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands. Málþingið er vettvangur þeirra sem  vilja koma rannsóknum og þróunar- og nýbreytnistarfi á framfæri til þeirra fagstétta sem starfa við menntun og þjálfun.
Málþingið bar yfirskriftina Maður brýnir mann - Samskipti Umhyggja Samábyrgð.
Aðalfyrirlesari í ár var dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Fyrirlesturinn nefnir hann Umhyggjan á heima í öllum skólum: Hlutverk, viðfangsefni og sjálfsmynd kennara á 21. öld.
Á málþinginu flutti formaður Félags stjúpfjölskyldna Valgerður Halldórsdóttir erindi þar sem fjallað var um samskipti stjúpfjölskyldna við skólann og mikilvægi þess að skólinn mótaði sér fjölskyldustefnu.
 

15. ágúst 2007
Viðtal við formann Félags stjúpfölskyldna í DV í dálknun "Maður dagsins" þar sem m.a. er væntanlegt málþing félagsins næsta haust
3. ágúst 2007
Í Vikunni birtist greinin "Nýi kærastinn hennar mömmu" þar sem fjallað er, eins og nafn greinarinnar bendir til, um sjónarhorn barna á tilkomu nýs stjúpföðurs.
1. júní 2007
Mikill áhugi er meðal félagsráðgjafanema við HÍ á málefnum stjúpfjölskyldan og birtist viðtal við formann Félags stjúpfjölskyldna í "Útskriftarblaði félagsráðgjafanema 2007" undir heitinu "Stjúpfjölskyldur: raunveruleiki og væntingar" Þar kemur fram m.a. Stjúptengsl var upphaflega nemaverkefni á fjórða ári í félagsráðgjöf 1997.
12. mars 2007
15. mars - Fræðslufundur verður haldinn í Bústaðakirkju kl. 20.00 mun Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi flytja erindi  sem ber heitið "Stúptengsl - áhrif á hjónaband og sambúð?" Opnað er fyrir umræður og fyrirspurnir í lok þess. Allir velkomnir
http://www.kirkja.is/default.asp?page_id=2529&news_id=727
29.mars - Rótaryklúbburinn Straumur Hafnarfirði - Valgerður Halldórsdóttir mun kynna Félag Stjúpfjölskyldna. Fundurinn hefst kl.7.00
4. mars 2007
7. mars - Litbrigði fjölskyldna ! Foreldrafélög grunnskólanna í Garðabæ  halda áhugaverðan  fræðslufundur í Garðabæa kl. 20.00 - 22.00 í Vídalínskirkju
Reynslusögur:
Ættleiddar dætur mínar: Össur Skarphéðinsson, alþingismaður
Stjúpbörn og fjölskyldur samkynhneigðra: Felix Bergsson, leikari og söngvari
Pabbi minn er útlenskur: Edda Rósa Gunnarsdóttir, uppeldisfræðingur
Fyrirlestrar:
Stjúptengsl: Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi
Innflytjendur: Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í málefnum innflytjenda
Fyrirspurnir
Fundarstjóri er Margrét Björk Svavarsdóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Allir velkomnir og Garðbæingar eru hvattir til að fjölmenna á þennan fræðslufund.  Auglýsinguna er að finna á slóðinni: http://www.gardabaer.is/displayer.asp?cat_id=139&module_id=220&element_id=7165
10. mars - Námskeið fyri pör í stjúpfjölskyldum. Skráning á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 6929101
1. mars 2007
Á Árdögum Fjölbrautaskólans við Ármúla mun Valgerður Halldórsdóttir fimmtudaginn kl. 9.00 fjalla um stjúptengsl og m.a. um spurninguna "Hver tilheyrir fjölskyldunni?"
28. febrúar 2007
Hrafnhildur Halldórsdóttir og Gestur Einar Jónasson ræddu við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun m.a. um mikilvægi þess að börnum er hjálpað við að rækta vináttutengsl við skilnað foreldra þeirra og aðkomu skólans. Viðtalið er að finna á slóðinni: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4331462/1
25. febrúar 2007
Í hjóna- og sambúðarmessu í Bessastaðakirkju kl.20.30 mun Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA flytja erindi um  “Áhrif stjúptengsla á hjónabönd” 
Tónlist: Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á bassa og Kristjana Stéfánsdóttir söngur. Allir velkomnir. Dagskrá vetrarins er að finna á slóðinni:http://www.kirkjan.is/gardasokn/?frettir/2007?id=10
23. febrúar 2007
23. febrúar - Áhugavert málþing "Áfram foreldrar- áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta" verður haldið í Reykjanesbæ.  Aðalfyrirlesarar eru: þær Erika Beckmann sálfræðingur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg í Þýskalandi og dr. Sigrún Júlíusdóttir professor í félagsráðgjöf.
http://www.reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=14&module_id=220&element_id=6086
9. febrúar 2007
Félagsráðgjafarnir Valgerður Halldórsdóttir og Björk Erlendsdóttir verða með erindi  á þemaviku  Menntaskólans við Sund þriðjudaginn 13. febrúar kl. 13.50 sem ber yfirskriftina ,,Ég held að það sé búið að ættleiða pabba!”
Í þættinum Ísland í bítið á Bylgjunni í morgin kynntu þau Sirrý og Heimir námskeið fyrir stjúpmæður sem haldið verður um helgina og næstu námskeið sem verða 10 .mars fyrir pör og 17.-18. mars fyrir stjúpmæður.
8. febrúar 2007
Margrét Blöndal ræddi við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa í þættinum Samfélagið í nærmynd á Rás 1 í morgun um námskeið á vegum Félags stjúpfjölskylduna sem ber yfirskirftina"Er það fjarvera kóngsins eða nærvera stjúpunnar?" Þar kom m.a. fram að stjúpmæður hafa flestar löngun til að láta hlutina ganga og mynda góð tengsl við stjúpbörn sín, en krafan um aðlögun á skömmu tíma geri þeim oft  erfitt fyrir. Viðtalið er að finna á slóðinni: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4328338/3
26. janúar 2007
Í vettvangsnámi náms- og starfsráðgjafa (http://www.fns.is) grunnskóla sem haldið var í Flataskóla í Garðabæ flutti VH. erindi um stjúpfjölskyldur.  Kom hún m.a. inn á mikilvægi þess að þeir sem starfa með stjúpfjölskyldum þekki til helstu verkefna þeirra og sérstöðu.
7. janúar 2007
Í Fréttablaðinu birtist viðtal við Valgerði  Halldórsdóttiur undir heitinu "Flókin tengsl stjúpfjölskyldna" Þar er m.a. greint frá því hvað skólinn getur gert til að koma á móts við börn fráskilinna foreldra í stjúptengslum. Slóðin er:  http://vefblod.visir.is/public/index.php?s=504&p=16793 blaðsíða 18
4. janúar 2007
Viðtal við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA í Vikunni sem ber yfirskriftina "Pabbi ræður um pabbahelgar" Þar er fjallað m.a. um foreldrasamvinnu.
25. nóvember 2006
Í Blaðinu birtist viðtal við formann Félags stjúpfjölskylduna undir heitinu "Vináttan er flestum börnum nóg". Þar er m.a. rætt um jólin, margbreytileika stjúpfjölskyldna, tengslamyndun og mikilvægi þess að sýna sveigjanleika í stjúpfjölskyldum. Viðtalið er að finna á slóðinni:  http://www.bladid.com/lisalib/getfile.aspx?itemid=2130 síður 44-45
20. nóvember 2006
Morgunblaðið birti viðtal við formann Félagsstjúpfjölskyldna í tilefni 1 árs afmæli félagsins undir heitinum "Stjúpfjölskyldur gerðar sýnilegar". Þar er m.a. fjallað um hvaða áhrif það getur haft  á sjálfsmynd barna ef ekki er gert ráð fyrir fjölskyldugerð þeirra í samfélaginu.
13. nóvember 2006
Félag stjúpfjölskyldna var kynnt á Morgunvakt Rásar 1  og fjallað var m.a. um fræðslufund félagsins um erfðamál í stjúpfjölskyldum. Slóðin er http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4275800
6. nóvember 2006
Símalínan komin í lag! Bilun var í símalínu símaráðgjafarinnar  9015000 sem gerði það að verkum að ekki náðist samband. Eru allir þeir sem urðu fyrir óþægindum af þeim völdum  beðnir afsökunar.
6. nóvember 2006
Aðalfundur Félags stjúpfjölskyldna verður 11. nóvember kl. 14.00. Venjuleg aðalfundastörf.
Nánar um fundarstaðinn Hringsjá þar sem er starfsþjálfun fatlaðra – Hátúni 10d í Reykjavík: keyrt er  inn fyrir háu húsin 3 í Hátúni og þá blasir við hvítt bogadregið hús á einni hæð sem merkt er Hringsjá. Húsið snýr að gatnamótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar.
6. nóvember 2006
Fræðslufundir verður 11. nóvember um erfðamál í stjúpfjölskyldum. Ingibjörg Bjarnardóttir lögmaður hjá Lögsátt verður með framsögu og svarar síðan spurningum fundamanna í lokin. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA verður fundastjóri.
Nánar um fundarstaðinn Hringsjá þar sem er starfsþjálfun fatlaðra – Hátúni 10d í Reykjavík: keyrt er  inn fyrir háu húsin 3 í Hátúni og þá blasir við hvítt bogadregið hús á einni hæð sem merkt er Hringsjá. Húsið snýr að gatnamótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar.
3. nóvember 2006
Viðtal við formann Félags stjúpfjölskyldna í Vikunni þar sem rætt er m.a. um samskipti kynmæðra, stjúpmæðra og kynföður.
19/20. október  2006
Í þættinum milli 6 og 7 á Skjá einum er m.a. viðtal við séra Þórhall Heimisson og Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA um fjölskyldur samtímans.  Þar var  m.a. fjallað um samskipti stjúpfjölskyldna og skólans og kynnt  veggspjald um efnið sem er  til sýnis á málþingi Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Slóðin er:  http://skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/thattur/detail/store35/item7811/
14. september 2006
Fyrsti fræðslufundur Félags stjúpfjölskyldna "Með Matador með Lúdóreglum" - hvers er að  vænta í stúpfjölskyldum? - Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA  og formaður félagsins flytur erindið.
Fjallað var um Félag stjúpfjölskylna í DV í mánuðinum.
13. september 2006
Viðtal Leif Hauksson við Valgerði Halldórsdóttir formann Félags stjúpfjölskyldna í Samfélaginu  í nærmynd http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4262331
Ágúst  2006
Í ágúst var m.a. Félag stjúpfjölskylda kynnt í þættinum Víðsjá
17. ágúst 2006
Í þýska dagblaðinu Frankfurter Rundschau birtist grein eftir blaðamanninn Alva Gehrmann um íslenskar stjúpfjölskyldur sem hún kallaði "bútasaums-fjölskyldur". Fannst henni áhugavert þegar hún dvaldi hér á landi á síðasta ári, hve margir sem hún var í sambandi við  voru í stjúptengslum. Tók hún viðtöl við nokkra aðila um stjúpfjölskyldur og m.a. ritstjóra síðunnar.  Greinin birtist 9. ágúst sl.
14. ágúst 2006
Málefni stjúpfjölskyldna var á dagskrá síðdegisútvarpsins Rásar 2 í mánuðinum og jafnframt var Félag stjúpfjölskyldna til umræðu í Laufskálanum. Þar var m.a. sagt frá væntanlegumfeðradegi sem verður í haust og hefur Félag stjúpfjölskyldna ákveðið að taka þátt í þeim degi. Jafnframt var kynnt símaráðgjöf Stjúptengsla sem opnar 19. ágúst n.k.
2. febrúar 2006
Fyrsti fræðslufundur félagsins var 2. febrúar og greind Björk Erlendsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf  frá rannsókn sinni á upplifun ungs fólks á því að búa eða tilheyra stjúpfjölskyldu.Júlía Sæmundsdóttir greindi frá sinni persónulegu reynslu af því að alast upp í stjúpfjölskyldu. Var framsaga þeirra í alla staði mjög áhugaverð og sköpuðust áhuaverðar umræður í lokin.
24. nóvember 2005
Stofnað var Félag stjúpfjölskyldna í Lögbergi í Hí. Rúmlega 30 manns mættu á fundinn en stofnfélagar eru 89. Kosinn var formaður Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og ritstjóriwww.stjuptengsl.is,  Hjalti Björnsson dagskrárstjóri SÁÁ,   Hallfríður Brynjólfsdóttir útgerðakona Hafgúan,  Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Marín Björk Jónasdóttir náms- og starfsráðgjafi Hringsjá. Í varastjórn eru Árni Einarsson framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvar í Fíknivörnum, Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi  MS og Jón Freyr Jóhannsson aðdjunkt HR. Skoðunarmenn eru Júlía Sæmundsdóttir nemi í félagsráðgjöf og Ólafur G. Gunnarsson ráðgjafi ÓB ráðgjöf. Stefnt er að því að halda fyrsta fund félagsins í janúar.
24. nóvember 2005
Fréttablaðið kynnti væntanlegan stofnfund Félags stjúpfjölskyldna og ræddi m.a. við einn stofnfélaga þess Bryndísi Evu Jónsdóttur.
1. september 2005
Lísa Pálsdóttir útvarpskona á Dægurmálaútvarpi Rásar tvö, ræddi við ritstjóra síðunnar um væntanlegan stofnfund Félags stjúpfjölskyldna sem haldinn verður 24. nóvember nk. Hér má hlusta á viðtalið.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4230631/8
1. september 2005
Verið er að kanna grundvöll fyrir samstarfi Umboðsmanns barna og Stjúptengsla um málefni stjúpbarna og fjölskyldna þeirra. Ritstjóri átti fund með Ingibjörgu Rafnar, umboðsmanni barna, og starfsmönnum embættisins í morgun, þar sem báðir aðilar upplýstu um hlutverk hvor annars og hugsanlega samstarfsfleti. Frekari frétta verður að vænta í október.
30.ágúst  2005
"Stjúpfjölskyldur stofna félag" var baksíðufrétt á DV og var rætt þar við einn stofnfélaga, Þór Jónsson, um væntanlegan stofnfund.  Gert er ráð fyrir að stofnfundurinn verðu 24. nóvember nk.
15. ágúst 2005
Undirbúningur er í fullum gangi að hefja símaráðgjöf í haust. Við erum með númerið 9015000. Með henni er m.a. ætlunin að koma á móts við fjölskyldur úti á landi og aðra þá sem vilja leita sér ráðgjafar í gegnum síma um mál sem snerta stjúpfjölskyldur, s.s. umgengni, aga, samskipti við fyrrverandi maka, fjármál, hlutverk stjúpforeldra, stjúpafa og stjúpömmu. Rétt er að taka fram að persónuleg viðtöl verða áfram í boði fyrir pör og fjölskyldur. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.
14. ágúst 2005
Í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar verður námskeið fyrir stjúpfjölskyldur, og fræðslu- og stuðningshópur fyrir stjúpmæður. Sjá nánar í auglýsingu síðar.
7. ágúst 2005
Umræða um skilnaði og málefni stjúpfjölskyldunnar var á Talstöðinni í uppeldisþætti Berghildar Bernharðsdóttur. Ásamt ritstjóra síðunnar voru viðmælendur þáttarins Dr. Sigrún Júlíusdóttur, prófessor í félagsrágjöf, Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, og Björk Erlendsdóttir, félagsráðgjafi og MSW nemi.
19. júní 2005
Morgunsjónvarp Stöðvar 2 "Ísland í bítið" var með umfjöllun um málefni stjúpfjölskyldna.
2. júní 2005
Málefni stjúpfjölskyldunnar voru á dagskrá í þættinum "Fólk  með Sirrý" á Skjá einum og var efni þáttarins sumarfríið.
1. maí 2005
Fræðsludagur fyrir pör í stjúpfjölskyldum verður laugardaginn 7. maí. Sjá nánar á vef.
13. febrúar  2005
Í tímaritinu Uppeldi 5. tbl. 17.árg. -  birtist grein eftir ritstjóra sem ber heitið "Þú ert ekki pabbi minn" og fjallar hún m.a. hlutverk stjúpforeldra og væntingar kynforeldra.
23. mars 2005
Undirbúningur er hafinn að símaráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur. Stefnt er að því að hún hefjist í haust.
2. mars 2005
"Mikið vildi ég hafa fengið þennan fyrirlestur fyrr, hlutirnir hefðu ef til vill orðið auðveldari í byrjun," sagði stjúpmóður tveggja barna sem sótti fræðslufund á vegum foreldrafélaga Lindaskóla og  leikskólanna Núps og Dals í Kópavogi sem fjallaði um stjúpfjölskyldur. Fundurinn var vel sóttur og komu á milli 40 og 50 manns.
14. febrúar 2005
Námskeið á vegum Stjúptengsla var kynnt í DV. Þar var m.a. vakin athygli á því að hefðbundin námskeið fyrir foreldra gagnast ekki stjúpfjölskyldum nógu vel.
14. janúar 2005
Fræðslu- og stuðningshópur fyrir stjúpmæður kemur saman 27. janúar 2005. Verða fundir á fimmtudögum milli kl. 19.30 og 21.00 í sex  vikur.
14. janúar 2005
Í tímaritinu Uppeldi 5. tbl. 17.árg. - vetur 2004 birtist grein eftir ritstjóra sem ber heitið "Tímabundið hlé" og fjallar um mikilvægi þess að kynforeldri gefi börnum í umgengni sérstakan tíma með þeim einum.
12. janúar 2005
Viðtal var við ritstjóra heimasíðunnar í Vikunni sem kom út þann 9. nóvember sl. og bar þann áhugaverða titil "Mamma, eru skrímsli og stjúpur nokkuð til?". Fimm ára gutti spurði móður sína þessa hálf skelkaður. Hvað segir þetta okkur um innrætinguna sem á sér stað í gegnum gömlu ævintýrin?
20. október 2004
Vefsíðan okkar vekur stöðugt athygli og umræðu. Málefni stjúpfjölskyldna voru tekin fyrir í sjónvarpsþættinum Fólk með Sirrý á Skjá einum. Á vefsíðunni www.s1.is er að finna reynslusögur af þessu tilefni. Á síðunni okkar er einnig að finna viðtal við Björk Erlendsdóttur félagsráðgjafa, sem var meðal viðmælenda í þættinum, um rannsókn hennar á reynslu barna af stjúpfjölskyldum.
21. september 2004
Vaxandi áhugi á málefnum stjúpfjölskyldna. Vefurinn okkar kynntur á Létt 96,7
11. september 2004
Fyrsta haustnámskeiðið var 11. september og voru námskeiðshaldari og þátttakendur sammála um að vel hafi tekist. Þátttakendum fannst gildi þess ekki síst felast í því að heyra í öðrum stjúpfjölskyldum eða eins eins og einn þátttakanda orðaði það: "Gott að fá að heyra að maður stendur ekki einn í þessu flókna ferli, yfirferð efnis góð". Einum þátttakanda fannst ef til vill mætti hafa hópinn einsleitari t.d. undirbúningsnámskeið fyrir "verðandi stjúpforeldra og fjölskyldur" og svo "fyrir lengra komna". Flestir voru sammála um að námskeiðið hafi verið hæfilega langt fyrir utan einn sem taldi að að það mætti vera lengra.
26. júlí 2004
Námskeiðin hefjast í haust um miðjan september. Skráning er hafin á vefnum.
20. júlí 2004
DV kynnti vefinn okkar undir fyrirsögninni: "Margur óviss um hlutverk sitt sem stjúpforeldri í nýrri fjölskyldu". Í greininni er m.a. sagt frá væntanlegum námskeiðum og vakin athygli á þörfinni á umræðu um málefni stjúpfjölskyldna.
16. júni 2004
Í Morgunblaðinu þann 16. júní sl. birtist viðtal Ásdísar Haraldsdóttur blaðamanns við Valgerði Halldórsdóttur ritstjóra síðunnar. Umræðan um "upplifað" stuðningsleysi hefur vakið nokkra athygli, en það þarf ekki að vera raunverulegt.
1. júni 2004
Síðunni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi síðan hún var formlega opnuð þann 18. maí sl. Til gamans birti ég í þetta sinn upplýsingar frá Símanum varðandi heimasíðuna.

Hver eining (+) táknar 200 beiðnir á síður eða að hluta af.
mánuður: #beiðnir: síður: Maí 2004: 

21. maí 2004
Er ég í platfjölskyldu? Fréttablaðið sjá meira
18. maí 2004
Vefurinn var formlega opnaður í hópi góðra stjúpforeldra. Vefurinn var jafnframt kynntir í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í "Ísland í bítið"
14. maí 2004
Stjúpfjölskyldur, hver á eða má? Námskeið fyrir stjúpfjölskyldur verður haldið 12. júní nk. á vegum Stjúptengsla. Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og stjúpa.
13. maí 2004
Heimasíðan verður formlega opnuð 18. maí nk.