Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Stjúptengsl fyrir fagfólk

Mikilvægt er að fagfólk sem vinnur með stjúpfjölskyldum í starfi sínu auki ekki óvart á streitu með þekkingarleysi í stað þess að draga úr henni. 

Margt fagfólk vinnur með stjúpfjölskyldum þ.e.fjölskyldum þar sem annar eða báðir aðilar eiga barn/ börn úr öðrum samböndum, sem og fjölskyldum einhleypra foreldra. Börn einhleypra foreldra geta líka tilheyrt stjúpfjölskyldu þó það komi ekki fram í tölfræðinni, þar sem annað foreldri þess er í nýju sambandi.  

Áskoranir fagfólks eru margvíslegar þegar kemur að stjúptengslum. 

Hvern á fagmaðurinn að boða í viðtal? Aðeins lögheimilisforeldri eða báða foreldra - hvað með stjúpforeldra?  Er nóg að veita aðeins öðru heimili barns upplýsingar um lyfjagjöf, heimanám eða meðferð?  Hentar það öllum fjölskyldum að fagfólk t.d. á sjúkrahúsum gerir kröfur um "aðeins einn" tengilið í fjölskyldu? Hvers vandamál er það ef ekki næst um það samkomulag?

Hvaða áhrif geta deilur foreldra haft á aðlögun barns í stjúpfjölskyldum - og líðan? Hvaða áhrif getur fagmaðurinn haft á stjúpfjölskyldur til hins verra - og til hins betra? Þarf að taka mið af stjúptengslum í uppeldisráðgjöf? Eru deilur foreldra með börn á tveimur heimilum einkamál þeirra?  Hverju þar að huga að við fæðingu barns í stjúpfjölskyldu? En við andlát í stjúpfjölskyldum? Af hverju fara börn í stjúpfjölskyldum frekar fyrr að heiman eða hlaupa frekar að heiman en í öðrum fjölskyldum? Hverig virkar það á börn, foreldra þeirra og stjúpforldra  þegar starfsfólk  leikskóla eða skóla tekur mynd af barninu fyrir framan "húsið sitt"? Hvað með hitt heimili barnsins? Hverig getur fagfólk nýtt sér fjölbreytilegt bakland fólks í vinnu sinni? Eiga stjúpforeldrar að vera hluti af sáttameðferð? Hvaða áhrif geta ósveigjanlegar reglur um mætingar og þátttöku á mótum og æfingar haft á íþrótta -og tómstundaiðkun barna með tvö heimili?

Áskoranir fagfólks eru sumar hverjar ólíkar og efni í sérsniðin námskeið og umræður en grunnurinn að þeim oftast svipaður. Flestar stjúpfjölskyldur eru að takast á við svipaðar áskoranir sem mikilvægt er að þekkja í vinnu með þeim. Önnur námskeið á vegum Stjúptengsl á finna hér

Stjúptengsl fyrir fagfólk

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Sýnileiki stjúpfjölskyldna – staðalmyndir og stjúpblindu samfélagsins
• Algengar áskoranir – goðsagnir og raunveruleiki

• Hver tilheyri fjölskyldu skjólstæðings míns? Bakland - stefna stofnunar

• Hlutverk foreldra, stjúpforeldra, hollustubönd og tengsl
• Að vinna með stjúpfjölskyldum –hlutverk fagmannsins.

  • Kenningar og vinnulag fagfólks
  • Foreldrasamningar 

 

Ávinningur:

• Þekkir sérstöðu (dynamik) stjúpfjölskyldna og getur leiðbeint þeim á uppbyggilegan máta
• Komið að stefnumótun í málefnum stjúpfjölskyldna og  barna og ungmenna sem tilheyra tveimur heimilum.
• Lærir um algengar uppákomur í stjúpfjölskyldum
• Öðlast skilning á þörfum stjúpfjölskyldumeðlima
• Meira öryggi í samstarfi við stjúpfjölskyldur og heimili

• Þátttakendur í stjúptengslum hafa jafnframt sagt að námskeiðið gagnast bæði í einkalífi og starfi

Kennslufyrirkomulag:  fyrirlestur, umræður, myndband og æfingar. Innifalið er kennslugögn – og allir þátttakendur fá staðfestingu á þátttöku sinni.

Fyrir hverja: félagsráðgjafa, sálfræðinga, kennara á öllum skólastigum, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa, ljósmæður,  lækna, iðjuþjálfa, presta, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, lögmenn, sýslumenn, náms-og starfsráðgjafa, tómstundafulltrúa og aðra sem vinna með fjölskyldum.

Hvenær og klukkan hvað:  15. janúar 2018  og 26. janúar 2018 kl. 9.00-14.00  báða daga. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu

Námskeiðsmat:

• „Efni námskeiðsins mun nýtast mér í starfi" – 93% mjög/sammála
• „Ég er ánægð/ánægður með námskeiðið í heild sinni" - 96,4% mjög/sammála
• „Námskeiðið getur gagnast mér í einkalífi" - 78% mjög/sammála

 

Verð 48.000 kr. (skipta má  greiðslu)

 

 


 

 

Skráning er á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Senda þarf inn nafn, starfsheiti og vinnustað, ásamt kennitölu greiðanda. Greiði fólk sjálft þarf það að borga 5000 kr. staðfestargjald við skráningu sem ekki er endurgreitt nema námskeið falli niður. Reikningngsnúmerið er  0111-26-460611 kt. 460611-1130. 

Önnur námskeið á vegum Vensl sem rekur heimasíðuna www.stjuptengsl.is

 

 

 

Kennari: Valgerður Halldórsdóttir er menntaður félagsráðgjafi, MA, og hefur auk þess lokið námi í sáttamiðlun,  kennslu- og uppeldisfræði til starfsréttinda og BA prófi í stjórnmálafræði. Valgerður er eigandi Vensl og eigandi og ritstjóri www.stjuptengsl.is. Hún er jafnframt aðjúnkt við HÍ og pistlahöfundur. 

  

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti