Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Börn með tvö heimili - hvað vilja þau að við vitum? Erindi

Reynsluheimur barna sem eiga tvö heimili og síðan foreldra þeirra, stjúpforeldra, kennara og annarra sem að þeim koma er nokkuð ólíkur. Fæstir hinna fullorðnu skipta reglulega um heimili tvisvar til þrisvar í mánuði eða eru sett í þá stöðu að þurfa að aðlagast ólíkum reglum á heimili sínu með reglulegu millibili svo eitthvað sé nefnt.

 Flestir hinna fullorðnu leggja sig fram við að auðvelda börnum og ungmennum skipti á milli heimila og börnin ná oftast að aðlagast með tímanum. 

 

Sumum börnum reynast þessi umskipti þó erfið og þau verða kvíðin, hvort sem þau búa hjá einhleypu foreldri (á öðru heimili sínu eða báðum) eða í stjúpfjölskyldum ( á öðru heimili sínu eða báðum). Í stjúpfjölskyldum verða foreldra oft minna innstilltir inn á þarfir barna sinna í fyrstu og það reynir á að vera einn á vakt sem einhleypt foreldri í uppeldinu. Einnig er algengt að stjúpforeldri er óvisst um sitt hlutverk. 

Börnum er það mjög  mikilvægt að foreldrasamvinnan gangi vel fyrir sig sem og samvinna stjúpforeldris og foreldris á heimili - sem og stuðningur samfélagsins í heild sinni. 

Börn láta gjarnan líðan sína í ljós með hegðun sem foreldarar og stjúpforeldrar geta túlkað á ólíkan hátt og eru mis umburðarlyndir fyrir. Mikilvægt er að reyna skilja stöða barna sem eiga tvö heimili og ala ekki á streitu.

Erindið er 40 mínútur og gert er ráð fyrir ráð fyrir umræðum á eftir en ekki nauðsynlegt. Þær stofnanir/fyrirtæki sem óska eftir erindinu eða öðrum hafi samband við 

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA í síma 6929101 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Hentar vel m.a. vel fyrir kennarafundi á öllum skólastigum, fyrir starfsdaga, sem hádegiserindi - og inn í reglulega fræðslu fyrir þá sem starfa með börnum og ungmennum og fjölskyldum. 

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti