Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Fæðing barns í stjúpfjölskyldu - Örnámskeið

Fæðing barns er venjulega fagnaðarefni í hvaða fjölskyldu sem er. Í stjúpfjölskyldum er sameignlega barnið oft nefnt "litli brúarsmiðurinn" vegna tengsla sinna, þar sem stjúpbarn og stjúpforeldri eru bæði líffræðilega tengd barninu. Flestir eru meðvitaðir um að mikilvægi góðs undirbúnings fyrir fæðingu barns. Í stjúpfjölskyldum er hann ekki minna mikilvægur nema síður sé. Viðbótarverkefnin eru sérstök, þarfir oft ólíkar og stjúptengsl viðkvæm.

 

Stjúpmóður getur t.d. þó maki sinn vera meira upptekinn af því að passa að börn hans úr fyrra sambandi upplifi sig ekki útundan en að veita henni og nýfæddu barni þeirra stuðning, athygli og tíma sem þau þurfa á að halda. Makanum getur þótt stjúpforeldrið ekki sýna hlutverki hans sem föður skilning og upplifað sig milli steins og sleggju sé fæðingin ekki undirbúin. Með góðum undirbúningi má komast hjá óþarfa árekstrum, gera tímann ánægjulegann og gefandi.

Á örnáskeiðinu verður stuttlega fjallað um helstu áskoranir í stjúpfjölskyldum vegna fæðingar barns og hvernig má koma á móts við ólíkar þarfir fjölskyldumeðlima og virkjað tengslanetið.

"Fæðist barnið í pabbavikunni?" eftir Valgerði Halldórsdóttur

Námskeiðið verður . 8. janúar 2018  frá kl. 18.00 til 21.00

Skráning er á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Verð 14000 á par.
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA


Verð 16.000 kr. á par en 10.500 á einstakling .Greiða þarf  við skráningu á reikn. 0111-26-460611 kt.460611-1130 og senda kvittun á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Hægt er að greiða með Visa í síma 6929101. Gjaldið er ekki endurgreitt að nema að námskeiðið falli niður.

Önnur námskeið á vegum Stjúptengsl.is  má finna hér

 Flest stéttarfélög greiða niður viðtöl og námskeið gegn framvísun kvittana.

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti