Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Aðfangadagur - verklagsreglur í umgengnismálum

Opið bréf til sýslumanna

Ágætu sýslumenn  Ég á tvö yndisleg stjúpbörn og tvö börn með manninum mínum. Heimilið okkar er að sjálfsögðu öllum börnunum galopið. Hvert og eitt er með sitt herbergi, skiptir engu hvort þau eru hjá okkur aðra hvora viku eða allt árið um kring.

Við hjónin elskum jólin og leggjum mikið upp úr undirbúning þeirra með börnunum. Öll börnin taka þátt í að baka smákökur, hlusta á jólatónlist, pakka inn jólagjöfunum, skreyta herbergin sín og jólatréð. Við gerum allt saman en stjúpbörn mín fá aldrei að eiga aðfangadagskvöld með pabba sínum, mér og systkinum sínum. Við fáum aldrei tækifæri til að að eiga saman aðfangadagskvöld sem fjölskylda. Það vantar alltaf tvo úr henni.
Maðurinn minn hefur rætt þetta við móður barnanna sem sjálf vill hafa þau á aðfangadagskvöld. Hún hefur jafnframt sagt við hann að það þýði lítið að reyna fá aðstoð sýslumanns. Hún myndi „vinna" þar sem lögheimili barnana er hjá henni, sem ég hef lært að þýði víst líka „föst búseta".
Skiptir þar engu hvort foreldar fari sameiginlega forsjá og eða eru með samning um viku/viku umgengni barnanna. Því miður er rétt hjá henni en á vef sýslumanns segir orðrétt:

„Sú verklagsregla gildir yfirleitt að börn skuli dvelja hjá því foreldri sem það hefur fasta búsetu hjá á aðfangadagskvöld. Þetta styðst m.a. við þau rök að þar hefur barn oftast undirbúið jólin" (http://www.syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/umgengni/).

Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig búsetan geti verið „fastari" hjá móður þó lögheimili barnanna sé hjá henni, þegar börnin dvelja viku/viku á hvoru heimili um sig. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn sem eiga tvö heimili. Þekki ég til margra heimila þar sem börnin eru til skiptis hjá foreldrum um jólin. Séu foreldrar hinsvegar ósammála þá getur lögheimilisforeldið vísað í þessa úreltu verklagsreglu. Í flestum tilvikum bitnar hún á föður þar sem lögheimili er í um 90% tilvika hjá móður.

Af hverju er verklagsreglan ekki sú að „barn dvelur til skiptist hjá foreldrum sínum á aðfangadagskvöld, þar sem það hefur undirbúið jólin á báðum heimilum" En það er einmitt orðið sem stjúpbörnin mín nota, heimili. Þau segja: „ég á tvö heimili."

Allt of margir feður upplifa sig vanmáttuga í samskiptum við barnsmæður sínar og láta ýmislegt yfir sig ganga af ótta við að missa tengsl við börn sín. Eiginmaðurinn minn er fullkomlega fær um að annast börnin sín og elskar að hlúa að þeim. Hann sinnir þeim frá morgni til kvölds þegar þau eru hjá okkur. Hann sleppir öllu skemmtanalífi og flandri svo hann geti átt sem mestan tíma með börnunum sinum.

En hvað þarf til að þetta breytist? Á heimasíðu sýslumanns kemur fram að engar reglur séu í barnalögum um hve umgengni á að vera mikil, en ef foreldrar eru ekki sammála um fyrirkomulagið og sýslumaður þarf að úrskurða um umgengni er stuðst við ákveðnar verklagsreglur sem hafa myndast í framkvæmd. Reglur þessar eru mjög svipaðar hér á landi og erlendis og í reynd eru flestir samningar sem foreldrar gera sjálfir sín á milli í samræmi við þessar reglur.

Það er von mín að þessi pistill fái ykkur til að hugsa betur um þessi mál en þau varða bæði börn einhleypra foreldra og börn í stjúpfjölskyldum sem er stór hluti barna á Íslandi. Lögheimilisforeldri er gert hærra undir höfði bæði þegar kemur að verklagsreglum sýslumanna og lögum sem snerta þennan málaflokk. Við þær aðstæður mun samvinna og samstarf fyrst og síðast vera á forsendum lögheimilisforeldris séu ekki samkomulag á milli foreldra.

Það ætti að vera lítið mál að breyta verklagsreglum sýslumanna í takt við raunveruleikann og tryggja börnum rétt til að eiga önnur hver jól/aðfangadagskvöl með föður og móðir ( eða móður- móður, eða föður- föður) og systkinum sínum á báðum heimilum.


Ykkar einlæg
Stjúpmamman.


Aðsent bréf til Félags stjúpfjölskyldna
Valgerður Halldórsdóttir formaður

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti