Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Eru börn konunnar mikilvægari en dóttir mín?

Ég er með kvíðahnút í maganum í hvert sinni sem ég sæki dóttur mína. Það er ekki út af mömmu hennar, heldur eiginkonu minni. Ég veit aldrei hvaða móttökur dóttirin fær. Stundum heilsar konan mín henni ekki og ef það gerist er það í áhugalausum mæðutóni. Aðfinnslur um hvar hún setur töskuna og skóna fylgja venjulega á eftir. Hún fær líka að heyra það ef hún klárar ekki mjólkina úr skálinni með mjólkurkorninu, það fá stjúpbörnin mín líka en umburðarlyndi móður þeirra er meira og tónninn annar.

Dóttir mín fær ósjaldan skilaboð frá konunni að hún tilheyri ekki fjölskyldunni, þó hún orði það ekki. Henni þykir til dæmis sjálfsagt að ættingjar utan að landi fái afnot af herbergi dóttur minnar, hvort sem hún er hjá okkur eða ekki. Þegar ég mótmæli, fæ ég að heyra að dóttir mín „búi ekki hjá okkur" hún sé bara á heimilinu nokkra daga í mánuði. Hún sé meira eins og gestur en heimilismeðlimur. Ég er þessu algerlega ósammála, auðvitað á dóttir mín heima hjá okkur líka. Ég finn reiðina, já og sorgina, krauma í mér. Sjá meira á slóðinni: http://www.frettatiminn.is/vidhorf/eru_born_konunnar_mikilvaegari_en_dottir_min/

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti