Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Fæðist barnið í pabbavikunni?

Óhætt er að fullyrða að börn taka fréttum um væntanleg systkini misvel. Sum kæra sig ekki um neinar breytingar og kunna því vel að fá ein alla ást og athygli foreldra sinna á meðan önnur bíða spennt eftir að verða stóra systir eða stóri bróðir. Jafnvel þó spenningur sé fyrir hendi eru nokkuð góðar líkur á afbrýðisemi eldri systkina þegar barnið er fætt. Sum eru líka kvíðin á meðgöngunni og óttast hreinlega að foreldrarnir muni gleyma þeim þegar þar að kemur. Flestir foreldrar eru meðvitaðir um líðan barna sinna og leyfa þeim að taka þátt í undirbúningnum og umönnun nýburans eins og kostur er. Ekki vilja foreldrarnir að eldra barn þeirra finni sig útundan þó það eignist systkini. Ætla má að það sama eigi við um foreldra sem komnir eru í nýtt samband og eiga barn með stjúpforeldri barna sinna. Stundum er sameiginlega barnið í stjúpfjölskyldunni kallað „límið" eða „litli brúarsmiðurinn". Ástæðurnar eru einkum tvær. Sjá frekar á http://www.frettatiminn.is/vidhorf/faedist_barnid_i_pabbavikunni/

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti