Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Tengslamyndun tekur tíma

„Við erum búin að búa saman í þrjá mánuði og mér finnst ekkert ganga að kynnst dóttur hans. Ég eiginlega veit ekki hvað ég get gert meira."


Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi góðra tengsla fyrir almenna velferð og andlegt heilbrigði. Það er því ekki að ástæðulausu að sérstaklega er fylgst með nýbökuðum mæðrum í því skyni að kanna hvort tengslamyndun við barnið gangi eðlilega fyrir sig og gripið er inn í ef ástæða þykir til.

 

Í stjúpfjölskyldum þarf sérstaklega að vinna í því að búa til tengsl milli stjúpforeldris og barns svo stuðla megi að góðri líðan og heilbrigði fjölskyldunnar. Finna þarf hlutverk fyrir stjúpforeldri í lífi barns sem hefur kannski enga sérstaka þörf fyrir það, en getur verið góð viðbót í lífi þess þegar vel tekst til - sjá alla greinina á slóðinni:

http://www.frettatiminn.is/vidhorf/allt_tharf_sinn_tima

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti