Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Léttara líf - eftir skilnað

Námskeiðið „Léttara líf - eftir skilnað“  er haldið þegar næg þátttaka fæst. Námskeið fyrir fyrir þá sem hafa gengið í gengum skilnað og vilja líta fram á veginn. Námskeiðið er kl. 18.00 - 20.30.

Skilnaður og sambandsslit krefst þess að við þurfum að endurskoða stöðuna, læra af fortíðinni - horfa til framtíðar, sem og kynnast okkur betur á nýjan og spennandi hátt. Að hitta aðra í svipuðum sporum er í senn græðandi, fræðandi og ekki síst skemmtilegt. Sex vikna námskeið hefst 28.ágúst og hittumst við einu sinni í viku í fimm vikur og síðan eftir hálfan mánuð. Gert er ráð fyrir að hópurinn haldi áfram að hittast eftir að því líkur - sé áhugi fyrir hendi. Hópastærð er frá 5-8 manns og er hópurinn lokaður þ.e. ekki er hægt að koma í hóp eftir að fyrsta tíma líkur. Stutt heimaverkefni er á milli funda og allir þeir sem taka þátt eru bundnir trúnaði - bæði á meðan námskeiði stendur og eftir að því líkur. Námskeiðið samanstendur af innleggi frá leiðbeinanda - hópastarfi og stuttum heimaverkefnum - kynningum. Síðan verður boðið upp á framhaldsnámskeið undir leiðsögn einu sinni í mánuði fyrir þá sem hafa lokið fyrir námskeiði. Námskeiðið kostar 30 þúsund krónur og má skipta greiðslu - sum stéttarfélög greiða niður slík námskeið. Leiðbeinendur eru Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur, MA

Skráning er á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti