Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Stjúpum líður betur eftir hittinginn

Það er áhugavert að skoða niðurstöður námskeiðsmats "Stjúpuhittings" síðasta vetrar en í ljós kemur að lang flestum líður betur eftir námskeiðið. Jafnframt kom í ljós að margar sögðu sjálfstraust sitt hafa aukis eða 36% mjög mikið, 45,45% mikið og 18,18 voru hvori sammála né ósammála. Auk þess kom fram .....

 

að 78,26 voru mjög sammála og 21,74% stjúpmæðra voru sammála fullyrðingunni "Ég var mjög sátt við reynslu mína af því að vera í hóp með öðrum konum". Að heyra í öðrum er bæði græðandi og fræðandi og finnst flestum gott að geta deilt reynslu sinni af hlutverkinu. Þegar konurnar voru spurðar um lengd námskeiðsins kom í ljós að kom í  ljós að enginn var mjög sammála fullyrðingunni "Ég var tilbúin að hætta á námskeiðinu þegar því lauk, 17,39 voru sammála, 43,48 voru hvorki sammála eða ósammála, 30,43 voru ósammála og 8,70 voru mjög ósammál.  Í ljósi þess var ákveðið að lengja námskeiðið og bjóða sína í framhaldið upp á þriggja mánaða framhaldsnámskeið þar sem konurnar hittast tvisvar í mánuði undir haldleiðslu leiðbeinanda.

Fyrsta námskeiðið verður 15 ágúst nk.  og fer skráning fram á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti