Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Styrkur Menntamálaráðherra til FSF

Félag stjúpfjölskyldna hlaut styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að halda málþing um margbreytileika fjölskyldugerða og skólakerfið. Félagið hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að samstarf heimila og skóla taki mið af þeirri staðreynd að mörg börn eiga tvö heimili og margir foreldrar eiga börn á tveimur eða fleiri heimilum, auk þess er það fjöldinn allur af stjúpforeldrum sem standa að börnunum. 

Skólakerfið (leikskóla- grunnskóla- og framhaldsskólastigið)  þarf að taka betur mið af þessum veruleika. Stuðningur og viðurkenning samfélagins er öllum mikilvæg, sérstaklega börnum  svo efla megi og styrkja sjálfsmyndi þeirra, sem fjölskyldna þeirra. Það er líka vert að hafa í huga ef einni fjölskyldugerð er hampað í samfélaginu á kostnað annarra er hætt á að fólk upplifi sig annars flokks samfélagsþegna og það leiti ekki eftir þeirri aðstoð eða veiti ekki upplýsingar sem myndu auðvelda samstarfið.  Hætta er á að sá mikilvægi stuðningur sem heimili og skóli getur veitt hvor öðrum í starfi sínu fari forgörðum og mikilvægar bjargir ekki nýttar. 

Það er því Félagi Stjúpfjölskyldna mikil ánægja að ráðherra sýnir þessu málefni stuðning í verki og veitt hann 400.000 kr. til verkefnisins.  Áætlað er að halda málþingið föstudaginn 6. september 2013.

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti