Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Við erum á feisbúkk

Bókin "Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl" kom út í haust. inngang bókarinnar er að finna á  http://www.facebook.com/stjuptengsl.is Hægt er að panta bókina hjá http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=9ac1c9df-abe7-4b7e-9872-90bfb8f992a5

Í bókinni er reynt að bregða upp ólíkri sýn fölskyldumeðlima á algengar uppákomur og aðstæður í stjúpfjölskyldum. Fjölda dæma er að finna í hverjum kafla um sig til skýringar, sem jafnframt má nota til umræðna. Í lok hvers kafla eru punktar til íhugunar sem geta hjálpað fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á uppbyggilegan máta.
Þessir listar eru langt í frá tæmandi og óvíst að þeir gagnist öllum.

 

Það er von höfundar að bæði almenningur og þeir aðilar sem vinna með fjölskyldum eins og kennarar, leikskólakennarar,
félagsráðgjafar, sálfræðingar, áfengis – og vímuefnaráðgjafar, iðjuþjálfarar,prestar, læknar, sýslumenn, hjúkrunarfræðingar,ljósmæður.  lögfræðingar,
náms- og starfsráðgjafar, tómstundaráðgjafar, þroskaþjálfar  og annað agfólk geti nýtt sér hana í starfi sínu. Einnig að þeir sem vinna við
rannsóknir á högum barna og fjölskyldna, koma að samningu laga, reglugerða og ru í opinberri stefnumótun í fjölskyldumálum, geti haft af henni gagn. Ágætt
er að hafa í huga að fólk skapar sér sinn eigin veruleika af fjölskyldulífi sem etur verið ólík fyrirframgefnum hugmyndum stefnumótunaraðila eða löggjafans.

 

 

 

 

 

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti