Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Málþing 2008 FSF

Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?

Málþingið var að frumkvæði  Félagsráðgjafafélags Íslands og Félags stjúpfjölskyldna í samvinnu við Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd og Háskóla Íslands,  Háskólann í Reykjavík, Heimili og skóla, Neskirkju og Samtökin 78.

Júlía Sæmundsdóttir félagsráðgjafanemi horfði um öxl og greindi frá reynslu sinna af þvi að eignast stjúppabba 4 ára gömul og hvernig upplifði samskipti sín við kynföður sinn á unglingsárunum.

Páll Ólafsson félagsráðgjafi, MA sagði frá sinni persónulegu reynslu af því að eiga börn á tveimur heimilum. Líkti hann því við að vera í tilfinningalegum rússíbana.

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og ritstjori www.stjuptengsl.is greindi frá hvernig efla mætti fjölskylduþrótt stjúpfjölskylda. Erindið er m.a. byggt á MA ritgerð hennar sem heitir "Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna'" http://rbf.is/media/files/stjupVally.pdf

Dr. Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og prófessor fjallaði m.a. um rannsókna sína á nemendum í framhaldsskólum sem reynt höfðu skilnað foreldra. Kallaði hún það "Frá reynslusögum til rannsóina - og þróast hönd í hönd"http://rbf.is/media/files/stjupsigjul.pdf

Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi, MSW nemi var með erindi sem hún kallaði "Ég held að pabbi hafi verið ættleiddur" og byggði hún það á rannsókna sinni á ungu fólki sem alist hefur upp í stjúpfjölskyldum http://rbf.is/media/files/stjupbjork.pdf

Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla var með erindið "Hvernig getur samstarf heimili og skóla aukið velferð stjúpfjölskyldna?" http://rbf.is/media/files/stjuphelga.pdf

Á myndinni eru Sigurðir Árni Þórðarson prestur Neskirkju, Guðbjörg Ottósdóttir félagsráðgjafi Samtakana 78 og Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri Heimilis og skóla. En þau fluttu öll erindi um hvernig stjúptengsl snerta þeirra störf.

Að auki fjallaði Ólöf Garðarsdóttir deildarstjóri á Hagstofunni um stjúpfjölskyldur í tölum, en þær hafa verið fram til þessa nánast ósýnilegar í opinberum gögnum. Álfgeir Logi Kristjánssona frá Háskólanum í Reykjavík stýrði umræðum í lokin og sat Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður í panel ásamt öðrum framsögumönnum.