Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Samþykktir Félags stjúpfjölskyldna

1.      gr.

Félagið er samtök og er heiti þess Félag Stjúpfjölskyldna, skammstafað FSF

 1. gr.

Aðsetur þess og varnarþing er í Hafnarfirði en félagið starfar á landsvísu.

 1. gr.

Tilgangur félagsins er að:

a)      Vera vettvangur, einstaklinga og fjölskyldna í stjúptengslum, til að eiga samskipti sín á milli, veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

b)      Styrkja uppeldisskilyrði barna í stjúptengslum.

c)      Vera sýnilegt afl í samfélaginu og vekja athygli opinberra aðila sem og annarra á málefnum stjúpfjölskyldunnar með það markmið að styrkja hana og efla þekkingu og fræðslu um málefni hennar.

d)      Beita sér fyrir því að gert sé ráð fyrir stjúpfjölskyldum í stefnumótun um fjölskyldumál og vinna að auknum réttindum fólks í stjúptengslum, þar með talið nauðsynlegum lagabreytingum ef ástæða þykir til.

e)      Beita sér fyrir rannsóknum á málefnum stjúpfjölskyldna sem geta bæði verið unnar í nafni félagsins og/eða í samstarfi við aðra aðila.

 1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirfarandi:

a)      Gefa t.d. út fréttabréf, halda fræðsluerindi, fundi, málþing og halda úti vefsíðu.

b)      Halda námskeið og hafa stuðningshópa fyrir stjúpfjölskyldur, þá stjúpafa og stjúpömmur, stjúpmæður, stjúpfeður og fyrir kynforeldra og börn í stjúptengslum.

c)      Eiga frumkvæði að eða taka þátt í rannsóknum og þróunarverkefnum er varða málefni stjúpfjölskyldunnar.

 1. gr.

Stofnfélagar eru - sjá á heimsíðu www.stjuptengsl.is - breyting 26.11.2005 VH.

 1. gr.

Fullgildir félagar eru allir þeir sem eru í stjúptengslum og velunnarar sem þess óska og greiða félagsgjald.

 1. gr.

Stjórnin skal skipuð 5 mönnum sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður stjórnar skal kosinn sérstaklega og aðrir stjórnarmenn í einu lagi og skipta þeir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Einnig skulu kosnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og má ekki kjósa þá úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna félagsins. Leitast skal við að tryggja samfellu í starfi stjórnar með því að jafnan sitji hluti stjórnarmanna lengur en eitt ár í stjórn. Einungis félagsmenn eru kjörgengir til stjórnarkjörs. Daglega umsjón félagsins annast formaður eða framkvæmdastjóri sem er ráðinn af stjórn félagsins. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnarformanns. Kostnaður/greiðslur vegna stjórnarfunda skulu bornar undir félagsfund til samþykktar.

 1. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í síðasta lagi fyrir lok nóvember ár hvert. Stjórn samtakanna skal boða til aðalfundar með minnst fjórtán daga fyrirvara, með auglýsingu í fréttabréfi, eða á annan tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Aukafund skal boða með minnst sjö daga fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði. Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi félagsins eiga allir félagsmenn sem hafa staðið skil á félagsgjaldi yfirstandandi félagsárs. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu nema um breytingar á samþykktum þessum samanber 12. gr. Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.

Starfstímabil félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Á aðalfundi skal leggja fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir síðasta starfsár ásamt ítarlegu yfirliti um fjáröflun og úthlutun fjár.

Dagskrá aðalfundar:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins.

3.      Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.

4.      Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og afgreiðsla hans.

5.      Breytingar á samþykktum þessum.

6.      Kosning formanns, annarra stjórnarmanna og tveggja skoðunarmanna.

7.      Ákvörðun um félagsgjald.

8.      Önnur mál.

Heimilt er að breyta röð dagskrárliða á aðalfundi.

 1. gr.

Stjórnin skal sjá til þess að haldnir séu reglulegir fundir fyrir félagsmenn a.m.k. á sex vikna fresti á tímabilinu september til maíloka. Miðað skal við að á hverju starfsári séu haldnir ekki færri en tveir opnir fræðslufundir eða málþing um málefni stjúpfjölskyldna. Stjórn stýrir félaginu í umboði aðalfundar í samræmi við samþykktir þessar. Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en fimm sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Halda skal gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir.

 1. gr.

Árgjald félagsins er kr. 3000 og skal það innheimt í nóvember hvert ár.

Tekjur félagsins eru:

 

a)      Félagsgjöld.

b)      Styrkir.

c)      Önnur fjáröflun.

 1. gr.

Tillögur að félagsslitum má bera upp á aðalfundi og telst hún samþykkt ef 2/3 hlutar félagsmanna á aðalfundi greiða henni atkvæði tvö ár í röð. Ef félaginu er slitið skulu eignir þess renna til Félags einstæðra foreldra.

 1. gr.

Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda fái breytingartillaga 2/3 hluta greiddra atkvæða. Með fundarboði til aðalfundar skal kynna tillögur að breytingum sem stjórn félagsins hyggst leggja fram. Aðrar tillögur skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

 1. gr.

Þar sem ákvæði þessarra samþykkta segja ekki til um hvernig skuli með farið, skal hlíta ákvæðum laga er við geta átt.

 

Þannig samþykkt á stofnfundi Félags stjúpfjölskyldna, 24. nóvember 2005 og  öðlast gildi þann sama dag.