Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Námskeið og fyrirlestar

Hægt er að fá einstaklings, para - og fjölskylduráðgjöf, jafnframt fræðslu fyrir einstaklinga, hjón/pör, fjölskyldur, fagfólk, fyrirtæki og stofnanir. Aðstoðað er við gera umgengissamninga - foreldrasamninga  við skilnað og foreldrasamvinnu eftir skilnað. Ráðgjöf getur bæði farið fram á stofu í heimahúsi sé þess óskað.

Síma og skypradgjof.Hentar þessi tegund ráðgjafar vel fólki sem ekki á auðvelt með að koma vegna fjarlægðar eða af öðrum ástæðum. Panta verður þessi viðtöl eins og önnur.  

Hópráðgjöf - Stjúptengsl  býður jafnframt upp á fyrirlestra, stuttar kynningar, heimafundi fyrir hópa s.s. eins og fyrir sauma – og hjónaklúbba,  hópastarf fyrir stjúpfeðir, stjúpmæður, fráskilda, einstæða foreldra, börn og unglinga í stjúpfjölskyldum og námskeið fyrir pör í stjúpfjölskyldum,

Algengt er að óskað eftir að fyrirlestur eða kynning fari fram hjá þeim aðila sem óskar eftir þjónustunni, eins og í skólum, á vinnustöðum o.s.frv. Einnig er boðið upp á fyrirlestra í húsnæði sem Stjúptengsl notar fyrir ráðgjöf, fræðslu og hópastarf .

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og kennari sér aðallega um ráðgjöf, fyrirlestra og námskeiðin og Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafa sér um hópastarfið.

 

 

 

Námskeið, fyrirlestar og hópastarf

·         Foreldrasamvinna eftir skilnað

 

·         Foreldrasamningar – Hvað ber að hafa í huga við umgengni barna? Gerð foreldrasamninga

 

·         Að ala upp barn á tveimur heimilum

·         Skilnaðarráðgjöf

·         Aðlögun eftir skilnað – Hvernig til tekst hefur áhrif á persónulega líðan, aðlögun barna og ný sambönd

·         Börn með foreldra á tveimur heimilum

·         Agamál í stjúpfjölskyldum -  Hver má biðja hvern um hvað?

·         Fjármál – hver borgar hvað fyrir hvern?

·         Samskipti við fyrrverandi maka – Er pláss fyirr nýja makann í sambandinu?

·         Samskipti fagfólks við stjúpfjölskyldur – hvern á að boða í viðtal?

·         Foreldrasamvinna stjúpforeldra og foreldra

·         Stjúp-, hálfsystkini – og nýja barnið

·         Stuðningshópar fyrir stjúpmæður

·         Ég held að pabbi hafi verið ættleiddur – börn í stjúpfjölskyldum

·         Foreldri í stjupfjölskyldu  

·         Þú ert ekki pabbi minn  – unglingar í stjúpfjölskyld

·         Nýja stjúpfjölskyldan – fyrir pör með börn undir 12 ára aldri

·         Nýja stjúpfjölskylda -  og unglingurinn

·         Afi og amma í stjúptengslum

·         Tengslanet  barna – jafn virkt og fullorðinna?

Síðan er hægt að fá sérsniðin erindi og námskeið