Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Af hverju ráðgjöf og fræðsla?

Flest okkar fara af stað með góðum hug í stjúpfjölskyldur og löngun til að láta hlutina ganga, þó við vitum ekki allaf hvernig. Mörg okkar rekum okkur á hluti sem koma á óvart t.d. eins og blendnar tilfinningar til stjúpbarna, flókin samskipti við maka sem snúast oft um  stjúp/börnin og fyrrverandi, óljósar hugmyndir um hlutverk og væntingar, deilur um hver á að borga hvað fyrir hvern, hvernig verða jólin og svona má lengi telja.

Að ætla sér að reyna leysa þessi verkefni með kjarnafjölskylduna sem fyrirmynd er eins og að reyna leysa matador með lúdóreglum. Stúpfjölskyldur hafa alla burði til að vegna vel viti þær við hverju er að búast og hvað er "normalt" fyrir þær sjálfar.

Rannsóknir á stjúpfjölskyldum sýna að þeim reynist gagnlegt að fá viðeigandi upplýsingar og fræðslu til að bæta og efla þrótt sinn. Í rannsókn Dr. Sigrúnar Júlíusdóttur (2008) var spurt m.a. "Hve mikla þörf telur þú á sérstakri ráðgjöf og fræðslu innan opinberrar þjónustu um málefni stjúpfjölskyldna?" Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 93,9% þörfina vera mikla eða nokkra. Jafnframt kom fram að 46% töldu þörf á ráðgjöf bæði við ákvarðanatöku, framkvæmd og eftir skilnað. Niðurstöður þessar voru kynntar á málþingi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem haldið var 27.október 2008  undir heitinu "Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi'"