Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Stjúpum líður betur eftir hittinginn

Það er áhugavert að skoða niðurstöður námskeiðsmats "Stjúpuhittings" síðasta vetrar en í ljós kemur að lang flestum líður betur eftir námskeiðið. Jafnframt kom í ljós að margar sögðu sjálfstraust sitt hafa aukis eða 36% mjög mikið, 45,45% mikið og 18,18 voru hvori sammála né ósammála. Auk þess kom fram .....

Nánar...

Sorg í kjölfar skilnað

Leita karlar að sama skapi og konur sér stuðnings við skilnað? Fær fráskilið fólk þann stuðning sem það þarf frá fjölskyldu sinni og vinum? Í þættinum "Sælir eru sorgbitnir" í umsjón Guðbjargar Helgadóttur mannfræðings er fjallað um sorg... Nánar...

Ný stjórn Félags Stjúpfjölskyldna

 

Á aðalfundi Félags Stjúpfjölskyldna sem  haldinn var  8. apríl 2013  var kosin ný stjórn en hana skipa  Valgerður Halldórsdóttir formaður, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, Björk Erlendsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Stella Björg Kristinsdóttir. Alllir þeir sem hafa áhuga á að starfa með felaginu geta haft samband í síma 6929101 eða í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Til stendur að bjóða skuldlausum félagsmönnum námskeið á nú í vor  á góðu verði og verður það auglýst betur síðar.

Gerum ráð fyrir breytingum og lífið verður léttara

Óhjákvæmilega breytist jólahaldið þegar fólk skilur og stofnar stjúpfjölskyldur,  rétt eins og þegar það fer í sambúð, eignast börn, tengdaforeldra eða tengdabörn. Stokkar þarf upp venjur og hefðir sem fólk er misviljugt eða tilbúið til að takast á við og  búa þarf til nýjar með fólki sem þekkir illa sögu hvers annars. Með sögur lærum við að kynnast okkur sjálfum og öðrum og sköpum líka samfellu og tilfinninguna að tilheyra.

Nánar...

Styrkur Menntamálaráðherra til FSF

Félag stjúpfjölskyldna hlaut styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að halda málþing um margbreytileika fjölskyldugerða og skólakerfið. Félagið hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að samstarf heimila og skóla taki mið af þeirri staðreynd að mörg börn eiga tvö heimili og margir foreldrar eiga börn á tveimur eða fleiri heimilum, auk þess er það fjöldinn allur af stjúpforeldrum sem standa að börnunum.  Nánar...

Lesbískar stjúpfjölskyldur

Töluverð breyting hefur orðið á fjölskyldugerðum síðastliðna áratugi, skilnaðartíðni hefur hækkað og mismunandi fjölskyldugerðir eru algengar í vestrænum löndum. Lesbísk stjúpfjölskylda er ein af þessum fjölskyldugerðum, en stækkandi hópur barna elst nú upp í stjúpfjölskyldum. Nánar...

Mamma, pabbi barn - og stjúpbörn

Aðsend grein

Ég er stjúpmamma tveggja stálpaðra stelpna og maðurinn minn er stjúppabbi sonar míns. Saman eigum við lítinn tveggja ára gleðigjafa. Við hjónin erum því bæði að glíma við allt sem því fylgir að vera stjúpforeldri og börnin auðvitað að glíma við það líka.

Nánar...

Þú vissir að ég ætti börn!

„Þú vissir að ég ætti börn" hreytti Almar út úr sér pirraður við Erlu sambýliskonu sína þegar hún lét í ljós óánægju sína með að börnin yrðu hjá þeim um helgina. Mamma þeirra hafði ákveðið að skella sér norður með vinkonum sínum og beðið hann fyrir þau þó þetta væri „hennar vika". Almari fannst  ekkert sjálfsagðara en að vera með börnin. 

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 8 af 16

8

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti