Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Eru börn konunnar mikilvægari en dóttir mín?

Ég er með kvíðahnút í maganum í hvert sinni sem ég sæki dóttur mína. Það er ekki út af mömmu hennar, heldur eiginkonu minni. Ég veit aldrei hvaða móttökur dóttirin fær. Stundum heilsar konan mín henni ekki og ef það gerist er það í áhugalausum mæðutóni. Aðfinnslur um hvar hún setur töskuna og skóna fylgja venjulega á eftir. Nánar...

Gerum ráð fyrir breytingum- líka um jólin!

„Hvernig eigum við að hafa þetta um jólin?" spurði Einar sambýliskonu sína en þetta voru þeirra fyrstu jól saman. Það vottaði fyrir áhyggjum í röddinni. Hún svarði því til að hún vildi vera hjá foreldrum sínum eins og venjulega. Hann var ekki viss um hvað mömmu hans fyndist um það en hún bjó ein síðan foreldrar hans skildu. Jóladagurinn var alltaf með pabba hans.

Nánar...

Nýr stjúppabbi - með ungling

Að taka saman við manneskju sem á stálpaðan ungling er að mörgu leyti frábrugðið því að taka saman við manneskju sem á ungt barn. Unglingur sem er á mörkum þess að vera fullorðinn eða er orðinn það lögum samkvæmt, er eðli máls orðinn sjálfstæðari.

Nánar...

Börnin eru viku hjá mér og viku hjá mömmu sinni

Við skilnað þurfa misupplagðir foreldar að taka mikilvægar ákvarðanir er varðar börn þeirra. Hvar á lögheimilið að vera? Hvernig á samvistum barna og foreldra að vera háttað? Hver borgar hvað og fyrir hvern?

Nánar...

Bréf frá föður í stjúpfjölskyldu

Ég er á leiðinni að sækja dóttur mína og er með kvíðahnút í maganum. Ég get ekki talað um þessi mál við konuna mína. Hún myndi strax segja að ég væri að stilla henni upp í hlutverk vondu stjúpunnar. Það gerir hún vanalega.

Nánar...

Fæðist barnið í pabbavikunni?

Óhætt er að fullyrða að börn taka fréttum um væntanleg systkini misvel. Sum kæra sig ekki um neinar breytingar og kunna því vel að fá ein alla ást og athygli foreldra sinna á meðan önnur bíða spennt eftir að verða stóra systir eða stóri bróðir. Nánar...

Kostnaðarsöm sektarkennd

Konan mín sýnir því lítinn skilning þegar strákurinn er hjá okkur og segir mig láta allt eftir honum. Kannski er eitthvað til í því en hann er nú bara stuttan tíma í einu hjá okkur og ég vil að honum líði vel. Það hefur ekki talist góð uppeldisaðferð hjá foreldrum að annað bannar og hitt leyfir. Aðferðin verður ...

Nánar...

Sterkari stjúpfjölskyldur - fyrirlestur fyrir almenning

Stjúpfjölskyldur eru algengar hér á landi. Þrátt fyrir margbreytileiki þeirra benda rannsóknir til að þær eigi ýmislegt sameignlegt. Félag stjúpfjölskyldna býður landsmönnum á fyrirlestur um stjúptengsl en félagið hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu sem gerir það mögulegt að ferðast með fyrirlesturinn víða um land. Fjallað er um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna s.s.

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 5 af 16

5

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti