Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

Agamál eru oft stórmál

Agamál í stjúpfjölskyldum getur vafist fyrir okkur. Umfjöllun á Man á Hringbraut getur gefið okkur kannski einhverjar hugmyndir um hvað má hafa í huga. 

Nánar...

Ein eða tvær fermingarveislur?

Helena var með kvíðahnút í maganum. Hún vissi ekki hvort hún fengi að hitta pabba sinn eða afa og ömmu að athöfn lokinni. Mamma hennar og pabbi töluðu ekki saman. Veislan var aðeins með fólkinu hennar mömmu og stjúpa. Pabbi hennar ætlaði að hafa boð helgina á eftir. Nánar...

Símaráðgjöf 8377737 alla miðvikudaga milli 17.30 og 19.00

Valgerður Halldórsdóttir formaður Félags stjúpfjölskyldna, félags- og fjölskyldráðgjafi er við símann. Ráðgjöfin er ókeypis og að sjálfsögðu í trúnaði

Stjúptengsl á N4

Stjúptengsl er viðfangsefni þáttarins Milli himins og jarðar á N4 kl. 20 í kvöld (26.4.2017).- Hægt er að sækja þátttinn á vefnum. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi er gestur þáttarins en hún kennir við Háskóla Íslands ásamt því að hafa skrifað bók og haldið fjölda fyrirlestra um þetta margbrotna en algenga fyrirbæri. Þessi þáttur gæti verið ráðgjöf fyrir marga sem eru í þeirri aðstöðu að setja saman fjölskyldur.

Stjúptengsl um jólin

Hvernig eigum við að hafa þetta um jólin.?Jólaumræðan tekin fyrir í þættingum Man á Hringbraut 

Koma börnin aðeins boðin?

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við pabba þegar hann hringir. Það er oft svo vandræðaleg þögn í símanum þegar hann er búinn að spyrja um þetta vanalega: Hvernig er í skólanum? Alltaf í fótboltanum? Það er meira eins og að hann hringi af skyldurækni en að honum langi til þess" sagði Palli við mömmu sína.

Nánar...

Fæðing barns í stjúpfjölskyldu - Örnámskeið

Fæðing barns er venjulega fagnaðarefni í hvaða fjölskyldu sem er. Í stjúpfjölskyldum er sameignlega barnið oft nefnt "litli brúarsmiðurinn" vegna tengsla sinna, þar sem stjúpbarn og stjúpforeldri eru bæði líffræðilega tengd barninu. Flestir eru meðvitaðir um að mikilvægi góðs undirbúnings fyrir fæðingu barns. Í stjúpfjölskyldum er hann ekki minna mikilvægur nema síður sé. Viðbótarverkefnin eru sérstök, þarfir oft ólíkar og stjúptengsl viðkvæm.

Nánar...

Stjúptengsl - námskeið 2018

Í íslenskri rannsókn kom fram að 94% foreldra í stjúpfjölskyldum töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur (60% mikla en 34% nokkra), og þá frekar mæður en feður.

 

 

 

Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 1 af 16

Fyrsta
Fyrri
1

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti